Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Væl í íslenskum netnotendum

bittorrent
Ef þú myndir framleiða bíómynd.. Eyða miklum peningi í það? Væri þér sama að myndin þín væri komin á netið daginn eftir frumsýninguna í bíói? Nei ég hélt ekki..

Smáís heitir Samtök myndréttar á íslandi og eru að gæta hagsmuna þessara einstaklinga..

Tónlistarfólks og kvikmyndagerðafólks vegna finnst mér bara gott að þessu var lokað. Ef ég væri að gefa út mína tónlist á geisladisk t.d þá væri mér ekkert sama um að fólk væri bara að downloada plötunni minni á netinu í þúsundatali á meðan hún selst ekkert í verslunum.

Auðvitað var torrent.is ólögleg starfsemi. Það er ekki flókið að sjá það. Ég er ekkert að segja að hann Svavar þarna hjá torrent hafi endilega verið aðal krimminn. Enda segja skilmálarnir til um að fólk verið að hafa leyfi frá höfundi til þess að deila einhverju þarna inni. Svavar gat að sjálsögðu ekki verið að fyglast með því hvort slík leyfi hafi verið fengið eða ekki og enginn hefði sjálfsagt getað fylgst með því. En 95% af öllu efni þarna inná var sett inn án samþykkis útgefanda og það gerir þetta að ólöglegri starfsemi þar sem að skilmálarnir séu löngu rofnir.

Torrent er samt sem áður sniðug tækni. Þannig ég tel að það ætti bara að hafa svona torrent síðu opna þar sem að hver notandi þarf bara að greiða mánaðargjald, t.d. eins og 4990 krónur eða svo. Og sá peningur renni til tónlistar fólks og kvikmyndagerðarfólks eða hvernig sem því yrði nú deilt. Eins og ég segi, torrent er mjög sniðug "tækni" en auðvitað er fólk að sækja ýmislegt þarna inná sem það kaupir svo ekki út úr búð. Sem gerir þetta auðvitað ólöglegt. Þetta er ekki flókið.
En tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og Pálmi Gunnars söng svo eftirminnilega og því tel ég að það væri sjálfsagt sniðug leið ef að öll þessi samtök myndu frekar reyna að laða sig að tækniþróun sem þessari þar sem fólk kaupir sér aðgang. Tónlist.is er t.d. gott dæmi um tæknniþróun. Ef það er eitthvað eitt gott lag sem ég fíla með ákveðinni hljómsveit fer ég oft á Tónlist.is og kaupi viðkomandi lag fyrir ýmist 99kr eða 149kr sem mér finnst bara mjög sanngjarnt. Og svo getur maður niðurhalað viðkomandi lagi í mp3 192kbps sem er bara flott. Ég kaupi oft stök lög þar en fer svo ekki út í búð og kaupi allan diskinn ef mér líka ekki við nema bara eitt lag af viðkomandi plötu.

Mér finnst þessir bolir sem ég var að rekast á einhverstaðar á netinu að væru til sölu mjög slappir ef ég á að segja eins og er. Það var ekkert bara smáís sem stóð að þessari lokun heldur líka stef og félag hljómplötuútgefanda og eitthvað eitt í viðbót. Á þeim stendur "Smáís - Samtök málhaltra álfa í stuttbuxum" Mjög heimskulega orðað og ef ætlunin var að vera fyndinn með því að gefa þessa boli út þá mistókst það hrapalega.

Mér finnst barnalegt að fólk sé að væla yfir því að geta ekki fengið hlutina ókeypis lengur. Ég t.d. skundaði útí búð í dag og keypti mér safnpakka með nýdönsk sem heitir "Allt" og inniheldur öll þeirra bestu lög. Keypti líka nýja diskinn með sprengjuhöllinni. Mér finnst það bara svo sjálfsagt að fólk fái greitt fyrir vinnuna sína alveg eins og mér finnst sjálfsagt að ég fái greitt fyrir mína vinnu. Og bara allt fólk, er viss um að það er enginn hérna sem segist vinna frítt því það sé svo sjálfsagt. Allir þurfa að fá launin sín. Og starfsfólkið hjá Smáís er engin undantekning. Það er þeirra vinna að gæta hagsmuna þessa fólks.

 Og það að hann Snæbjörn hjá smáís skuli hafa þurft að búa við að fá hundruðir hringinga og sms skilaboða um að vonast sé eftir því að hann detti niður dauður úr sjúkdómum eða að fólk að óska honum því að hann verði barinn finnst mér bara alveg hryllilegt mál. Að fólk skuli vera að ráðast á hann persónulega er óviðunand og það þarf að rannsaka slíkar hótanir því hótanir eru alltaf alvarlegar.


Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband