Færsluflokkur: Tónlist
18.9.2009 | 02:53
Gamla tónlistin aftur á toppnum
Gaman að sjá hvað mikið af gamalli tónlist hefur gegnum árin aftur komist á toppinn. Þetta er svosem ekkert nýtt og gerist alltaf við sérstök tilefni. Árið 2008 hér á íslandi var nú t.d. Abba og Vilhjálmur Vilhjálmsson mjög áberandi. Vegna kvikmyndarinnar Mamma Mia og svo minningartónleikar Villa Vill.
Þetta er allt saman bara frábært og gaman þegar gömul góð tónlist kemst aftur á toppinn þó þetta sé vissulega ekki í fyrsta skipti sem bítlarnir komast á toppinn eftir að þeir lögðu upp laupana.
En þessi stóri flotti pakki er allur hinn glæsilegasti og það mætti næstum því halda að þeir félagar John Lennon, Paul McCartney, George Harrison, Ringo Starr höfðu verið í síðustu viku að taka þetta upp þar sem hljómurinn er allur hinn glæsilegasti. Er að sjálfsögðu búinn að verða mér út um þennan pakka og mér finnst ég vera að kynnast nýrri hlið á Bítlunum með því að hlusta á þetta svona endurhljóðblandað. Gæðin eru slík.
Hef nú samt hitt nokkra harða bítlaaðdáandur sem eru mjög svo á móti þessari 2009 útgáfu vegna þess að þeir segja að verið sé að skemma sjarmann sem sé að finna á gömlu geisladiskunum/plötunum.
Þessu er ég ekki sammála. Vill persónulega meina að verið sé að færa okkur en nær gamla tímanum með því að endurhljóðblanda tónlistina með nútíma tækni.
Því þó gömlu upptökurnar séu ekki eins góðar og má finna á þessum pakka þá vissulega var tónlistin þeirra í "gamla daga" samt sem áður í mjög góðum gæðum en tæknin ekki nógu mikil til þess að stafræn upptaka gæti átt sér stað.
Stundum hefur sú umræða dúkkað upp að Bítlarnir séu ofmetnir. Get nú kannski ekki verið alveg sammála því, þeir eiga auðvitað alla þessa frægð og frama mjög svo skilið. Þeir hafa gefið út mörg mjög flott lög. En auðvitað leynist á þessum plötum þeirra líka slök lög. En ofmat er samt sem áður ekki eitthvað sem ég er til í að tengja við Bítlana.
Því fagna ég þessari útgáfu og þetta er svo sannarlega ekki í síðasta skipti sem Bítlarnir komast á heims topplistann.
Bítlahlustendur munu aldrei deyja út!
Metsala Bítlana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 840
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar