Verðlagning þarna er útí hött

Pizza Hut

Já þetta kemur mér sko alls ekki á óvart. Hverjum dettur það til hugar að fara þarna inn og láta taka sig í rassgatið þangað til það fer að blæða.Verðlagningin þarna er náttúrlega svo ótrúlega veruleikafyrrt.Við skulum taka eitt einfalt og raunhæft dæmi.4 manna fjölskylda fer þarna inn og pantar sér mat þarna.Þau panta sér 2 pizzur, ein stór Hawaiian (með skinku og osti) þessi pizza kostar

Pizza

 samkvæmt matseðli á vefnum þeirra 4.990 krónur. Gott og vel, þau panta sér líka eina stóra Kjúklinga supreme pizzu með kjúkling, sveppum, papriku og rauðlauk. Sú pizza kostar 5.580Þau panta sér líka ostafylltar brauðstangir (9 stk) sá skammtur kostar 1.690 kr.Eitthvað vilja þau nú drekka með þessu líka og kaupa sér þess vegna könnu af gosi (1.7 ltr) Svona kanna kostar hjá pizza hut 990 krónur.

Peningasóun

Stór Hawaiian 4.990
Stór Kjúklinga Supreme 5.580
Ostafylltar brauðstangir 1.690
1.7 líters kanna af gosi úr vél 990 krónur
Fyrir þessa standart máltíð á pizza hut væri 4. manna fjölskylda að borga 13.250 krónur

Það er kreppa og hvaða fjölskylda getur leyft sér að borga svona mikið fyrir eina máltíð ég bara spyr.
Raunhæft verð fyrir þessa máltíð væri 3.500 krónur c.a.


Ég mun ALDREI fara þarna inn fyrr en þeir lækka Verðið um svona 65%!

Uppfært: Það var verið að láta mig vita af fjölskyldutilboði sem þau bjóða uppá, það er víst hægt að fá þetta sem ég taldi upp í tilboði á 8.290 á slíku tilboði. En mér er sama mér finnst það samt ALLTOF dýrt.


mbl.is Pizza Hut lokar tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Veit ekki hverskonar markaðsstefna er þarna í gangi, þessi staðir gæti leikandi rekið sig ef stjórnendurnir kynnu að reka fyrirtæki.

Þetta er ekki ýkja flókið, ef fólk er ekki tilbúið að borga 5500kr fyrir pizzu þá selur maður ekki pizzu á 5500kr.
Pizzur er hægt að fá á um 1500kr á mörgum stöðum.

The Critic, 9.4.2010 kl. 18:08

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

en þessar pizzur sem þú ert að tala um sem kosta 1500, þær eru ekki pönnu pizzur er það? Hráefnið sem pizza staðir eru að nota er líka mismunandi dýrt.

og jújú þú getur vel farið á dominos eða eitthvað og keypt þér pizzu, á tjahh 1500-2000kr og þarft þá auðvitað að taka hana með þér heim. en á pizza hut eru pönnu pizzur, þú sest inn og færð þjónustu.  það er enganveginn hægt að líkja þessu saman.

Ef ykkur (og öðrum) þykir þetta svona dýrt þá getiði bara keypt á dominos eða eitthvað. óþarfi að rífa sig hérna á netinu þó svo tveir staðir loki þá heldur pizza hut samt áfram :)

og svo svona rétt í lokin .... þá er hawaiian með skinku og ananas ;D

Guðbjörg Þórunn, 9.4.2010 kl. 23:30

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Rétt hjá þér með Hawaiian, hún er með skinku og ananas. Vissi það alveg en skrifaði vitleysu.

En já mér finnst þetta dýrt og ég kaupi þess vegna pizzu á "dominos eða eitthvað" versla reyndar ekki einusinni við dominos. Panta pizzur á pizzunni í garðabæ, svakalega góður staður og góðar pizzur!

En já Pizza hut eru með verðin svo langt útúr raunveruleikanum að hinn venjulegi íslendingur (ég t.d.) get ekki leyft mér að fara þarna. Amk ekki ef maður er að reyna að vera hagsýnn og spara. Pizza Hut eru með góðar pizzur en það er ekki þar með sagt að mér langi að borga svona mikið fyrir þær.

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 10.4.2010 kl. 02:30

4 Smámynd: The Critic

Guðbjörg: Ef ég tek Hawaiian pizzu með mér heim frá pizza hut þá kostar hún 4700kr (4990kr) ef ég borða á staðnum þannig að það er ekki hægt að afsaka hátt verð með þjónustu sem er fyrir neðan allar hellur á þessum stað. Að troða botninum ofan í pönnu, láta hann hefast lengur og maka á hann olíu er heldur eki ástæða til að rukka svona mikið, mér er líka spurn hvernig Pizza-Hut í bretlandi fer að því að selja Hawaiian pizzu á 2200kr þegar íslendingar geta það ekki.

The Critic, 10.4.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband