Glitnis maraþonið

Ég get ekki stillt mig um það að blogga hér aðeins meira. Þannig er mál með vexti að í morgun eða nánar tiltekið um 13:50 lagið ég af stað heimanaf frá mér og rúntaði niðureftir og var ætlunin að leggja bílnum niður á hvervisgötu svona c.a. fyrir utan Regnbogann enda lá leið mín þangað. En nei nei, hverfisgatan er svo langt frá því að vera opin og allt lok lok og læs þar svo ég valsa þarna um á bílnum eins og fleirri og enginn vissi hvert hann var að fara.

Mér finnst það nú slappt að það þurfi að vera að loka þessum götum öllum útaf einhverju hlaupi. Bílar eiga að vera á götunum en ekki fólk. Það endaði með því að ég þurfti að leggja lengst niðurfrá hjá kolaportinu og skilja Avensisinn eftir hjá kolaportinu. Ég hafði nú bara áhyggjur af burra því aldrei að vita hverskonar fólk er á sveimi á götum reykjavíkur og vill aðeins brjótast inní bíla.

 Mér finnst fólk ekki hafa verið látið nægilega vita að það þyrfti að loka öllum þessum götum. Engin umferðamerki sem segja til um það tímanlega áður en maður kemur að áfangastað að allt sé lokað.

 Eins og glitnir er nú góður banki og ég með öll mín viðskipti þar þá fannst mér ekki hafa verið staðið nógu vel af þessu hlaupi. En nei ég er í allt of slöppu formi til þess að ég hafi sjálfur farið að hlaupa.. Ég hefði kannski getað hlupið fyrir Coke eða KFC og styrkt þannig góð málefni.. Fækka biðröðum og fleirra þar.. Neee samt ekki, ætla að sjá til hvort ég veðri ekki bara í betra formi á sama tíma að ári og aldrei að vita nema maður hlaupi þá. En í dag hafði ég öðrum hnöppum að hneppa og gat því ekki skráð mig í hlaupið. Enda er ég nú svo latur yfirleitt þegar það kemur að íþróttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hlaupum þetta á næsta ári!

Bjössi Berg (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband