Chargebox eða þessi svokölluðu hleðslubox

hledsluboxJá þetta er ákaflega undarlegt allt saman. Sjálfsalar á hinum og þessum stöðum þar sem að fólki gefst kostur á því að borga 200 kr til þess að hlaða símann sinn eða margar gerðir af rafmagnstækjum, s.s. mp3 spilara og fl. Mér finnst þetta bara svo ákafleag undarlegt samt. Í boði er að borga 200 kr fyrir hleðslu með sms-i en til þess að hægt sé að borga með sms-i þarf væntanlega að vera straumur á símanum þannig ég býst ekki við því að það séu margir sem að nýta sé sms þjónustuna ef að síminn er dauður og fólk er ekki með klink á sér nú til dags. Ég las á annari bloggsíðu að þar var einhver sem ræddi við starfsmann í Word class og viðkomandi starfsmaður segist aldrei hafa séð nokkurn mann setja eitthvað inní þennan sjálfsala til þess að hlaða. Enda þarf maður að skilja hlutinn eftir. Ef ég væri niður í bæ með rafmagnslausan síma og sæi svona hleðslubox útá götu. Ég efast um að ég myndi nenna að fara að aungla saman klinki til þess að geta borgað fyrir hleðslu og svo líka myndi ég ekki nenna að skilja símann minn eftir þarna þó hann sé læstur og öruggur fyrir því að honum yrði stolið. Ef ég væri út í bæ myndi ég hugsa, æj æj batteríislaus síminn. Ég myndi eflaust frekar bara fara með símann heim og hlaða hann því ekki myndi ég nenna að skilja hann eftir einhverstaðar út í bæ. Í raun skil ég ekki af hverju þetta fyrirtæki gengur. Ekki það að ég sé á móti nýungum þá er þetta bara svo ónauðsinlegt að mínu mati. 

Þá var nú frekar sniðugra batteríin sem hægt var að kaupa og stínga í símann og þá fékk síminn hleðslu af þessari rafhlöðu og svo henti maður rafhlöðunni þegar síminn var orðinn fullur.

En já að mínu viti veit ég ekki til þess að nokkur hafi nýtt sér þessa þjónustu og spái ég fyrir um að þessir sjálfsalar hverfi af öllum þessum stöðum áður en árið er úti.

Þetta er ekki tækni sem ísland, þetta tæknivædda land vantaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varð um þessi hleðslutæki þar sem maður átti að snúa síman í gang með sveif? Það fannst mér sniðug græja sem hægt væri að hafa í bílnum. Bölvað vesen að þurfa að skilja síman eftir.

Bjössi Berg (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ekki gæti ég skilið símann eftir í einhverju hólfi án þess að hafa minnstu möguleika á að svara honum. Ég veit, ég er orðinn þræll símans.

Markús frá Djúpalæk, 20.8.2007 kl. 15:01

3 identicon

er ekki málið að maður "er að VERÐA batteríslaus" og staddur á stað þar sem maður verður í nágreninu næsta klukkarann eða svo(bíó smáralind, kringlan, matsölustaðir o.fl).það fullhleður ekki símann en bjargar deginum.

Atli (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband