Jólalögin í útvarpið!

Í morgun í símatíma hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu sá ég um að vera á tækjunum eins og ævinlega. Þá datt Arnþrúði í hug að spyrja hlustendur að því hvort þeir vildu fara að heyra jólalög á sögu. Fólk hringdi inn í stríðum straum og virtist enginn vera til í að heyra jólalög strax nema einhver einn af þeim fjöldamörgu sem hringdu inn.

Ég vill bara segja.. Mikið rosalega er fólk hjartalaust!!! Ég vill fara að heyra jólalögin og helst í gær og mér þykir það miður að fólki skuli ekki vera sama sinnis og ég. Hvað varð um jólaandann. Fínt að komast í jólaskapið snemma og byrja að kaupa jólagjafir og klára það tímanlega.. Fólk fattar ekki að jólin eru bara í næsta mánuði.

 Svo ég skjóti hér inn smá viðauka við þetta blog þá byrjaði ég að hlusta í laumi á jólalögin í Júní, á heimleið úr sumarbústaðinum og þá var maður nú líka með skemmtilegan ferðafélaga og var hún alveg á sama máli og ég.. Fínt að hlusta á jólalögin og aldre of snemmt að byrja á þeim.. Ég dýrka fólk sem hægt er að ferðast með í júní í bíl á leið úr sumarbústað sem er samt tíl í jólalögin, og eins og ég er nú mikið jólabarn þá átti ég samt ekki frumkvæðið af jólalögunum þá. En diski var skellt í Avensisinn og allt sett á FULL blast.

Ef að fólk getur ekki farið að hlusta á jólalögin núna án þess að það drepi jólagleðina í því þá er það fólk bara ekkert fyrir jólin. Meira svona jólafól :)

Á föstudaginn síðast var ég með útvarpið stillt á þá góðu stöð sem heitir Bylgjan. Þar heyrði ég jólalag og viti menn, ég hækkaði í útvarpinu. Kom mér í algjört jólastuð og gleðin tók öll völd.

Ef þið farið inná vefinn www.utvarpsaga.is í dag þá er skoðanakönnun þar í gangi sem spyr um það hvenær fólk vill fara að heyra jólalög í útvarpinu.  Hvet ég alla til að taka þátt og segja sína skoðun. Ég er sjálfur búinn að taka þátt í könnuninni og valdi auðvitað fyrstu mögulegu dagsetningu.

Jólaskapið í mér er ekki farið að dala á aðfangadag þó að ég hafi byrjað fyrr að hlusta á jólalögin.

Ég er nefninlega litla jólabarnið sem sungið er um í þessu ágæta kvæði :)

Því lísi ég vonbrygðum mínum á því að útvarpstöðvarnar séu ekki bara farnar á fullt að spila jólalögin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mig langar að fá að heyra jólalögin núna, búin að kjósa samt ekki í júní....

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband