21.6.2008 | 13:30
Segið svo að ég hafi ekki næmt auga fyrir smáatriðum
Ég lenti nú í mjög óskemmtilegri lífsreynslu í gærkveldi.
Það er nú bara einusinni þannig að ég nota gleraugu og þess vegna stundum linsur. Í gær var ég með daglinsur í augunum því ég ætlaði nú að vera niður í bæ að taka ljósmyndir sem og ég gerði (get ekki tekið myndir með gleraugun á mér). En jæja svo þegar ég var kominn heim og ætlaði nú að fara að taka úr mér þessar linsur þá hafði gróðurofnæmið eitthvað verið að bögga mig þennan dag svo linsan og augað var svo þurrt að ég náði ekki lisunni úr auganu, Hún var að vísu á réttum stað en hún var algjörlega föst við augað.. Mjög óskemmtilegt allt saman. Hringt var uppá slysó og spurt hvað væri til ráða, eftir smá spjall þar var mér bent á læknavaktina og hringt var þangað og þá átti þetta að losna úr ef maður bleytti augað svo ég fór bara í sturtu í annað sinn þennan dag og lét sko aldeilis bununa renna beint í augað. En allt kom fyrir ekki linsan sat föst. Náði alltaf smá taki á miðri linsunni en fann hvernig hún slóst til baka á augað þegar ég sleppti enda pikkföst. Jæja eftir mikið augnafikt sá ég fram á það að þetta myndi ekki takast. Þannig ég bruna niður á læknavakt með linsu í öðru auganu en ekkert í hinu auganu þannig það var náttúrlega mjög áhugavert að keyra með góða sjón á öðru auganu en sjá ekki neitt með hinu. Þegar fyrir utan læknavaktina var komið ákvað ég að reyna einusinni enn að ná þessu drasli úr og þá kristi ég meira segja augað sjálft og við það náði ég með erfiðleikum að ná linsunni úr.
Þetta föstudagskvöld var nú planað allt öðruvísi heldur en að vesenast við að fikta í auganu. Ætlaði að kíkja í bíó og svoleiðis en ekkert varð úr þeirri skemmtun þar sem ég þurfti nú að taka linsu úr auganu sem var nánast búin að gróa við augað bara á nokkrum klst vegna ofnæmis..
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Augljóslega hið versta mál að lenda í svona hremmingum.
*Helguknúz* áðig, Gunni sæti!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 14:03
Hæ, hæ!
O það er svo gott að allt fór vel.Því mæli ég bara með að þú notir gleraugun
meðan frjókornin eru á ferðinni.
Kveðja úr Garðabænum.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.6.2008 kl. 18:00
*Gunnaknúz* áðig, Helga sæta!
Ef þú værir ´87 módelið og byggir á klakanum þá væri ég án efa búin að bjóða þér á deit!
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 21.6.2008 kl. 18:07
Og ég hefði sko ekki þurft að hugsa mig um tvisvar!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.6.2008 kl. 15:45
Það þurfa enga kvensur að hugsa sig um þegar um deit með mér er að ræða.
Ég er t.d. búin að fá mörg tilboð fyrir næstu verslunarmannahelgi... þessar brjáluðu gellur eru náttúrlega alveg til í að leigja mann yfir eina helgi því það langar öllum að segja að ég sé kærastinn þeirra svo þær lúkki vel og komist yfir þessa verslunarmannahelgi ;o)
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 23.6.2008 kl. 00:36
Láttu gera fyrir þig tvenns konar boli:
"I would look good on you!"
"You would look good on me!"
.. ok nokkra fleiri..
"Þú klæðir mig!" .. and on we go.. on and on and on..
I didn´t get carried away or anything..!
PS. Magnað lagaval í gærmorgun, sérstaklega fyrsta og síðasta..
PPS. Það er langt frá því nóg að lúkka vel til að líða næs eða vera næs.
PPPS. God, I´m deep!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.6.2008 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.