Af hverju tilkynnti hann ekki um hvarf hvolpsins?

Halló?!?!

Hvers vegna í veröldinni tilkynnti ekki eigandinn um að hann ætti hund sem nú væri horfinn sporlaust.

O nei ekkert er tilkynnt á meðan hundurinn er einhverstaðar útí hrauni og verið að reyna að koma honum fyrir kattarnef.. eða ætti ég að segja hundanef?

Mér finnst þétta gruggugt mál ég get nú ekki neitað því, ég hefði allaveganna viljað vita af því að eigandinn hafi amk sagt einhverjum frá því að hundurinn hanns væri týndur. T.d. að lögreglan væri með tilkynningu um það.. Ef ég ætti hund sem hefði týnst þá hefði ég vissulega tilkynnt hann horfinn um leið og hann týndist en ekki beðið svona með það.

Það þarf að skoða allar hliðar á málinu, vissulega getur þetta vel verið rétt að eigandinn hafi ekki átt hlut að máli en mér finnst það ekki rétt að losa eingandann undan stöðu grunaðs manns alveg strax. Að minsta kosti er þetta vítavert gáleysi og ábyrgðarleysi að hundurinn hafi yfir höfuð týnst.

Einhver gerði þetta a.m.k!


mbl.is Hvolpurinn afhentur eigandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta er íslenskt réttarkerfi.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.6.2008 kl. 16:06

2 identicon

Ég get nú ekki tekið undir þetta með þér. Tilkynning um hundshvarf skilar oft á tíðum ekki neinu, a.m.k. ekki í þeim tilfellum sem ég tilkynnti til lögreglunnar um hvarf hundsins í minni eigu. Ef maður missir hundinn frá sér er ekki alltaf auðvelt að ná þeim, sér í lagi ef dýrið er ungt. Ekki veit ég hvað ég hef gegnið fram á marga hunda um ævina sem hafa villts frá eigendum sínum. Fæstir þeirra voru tilkynntir til lögreglu eða á dýraspítalana en ég kom þeim þó á endanum til réttra eigenda. Aldrei hvarflaði að mér að þó svo að eigendurnir hefðu ekki tilkynnt um hvarf dýranna að þeir hefðu eitthvað óhreint í hyggju. - Tek undir það með þér að málið skal skoðað frá öllum hliðum. Þetta á þá einnig við um þá sem vilja ólmir tjá sig um málið þó svo að einu upplýsingarnar sem liggja fyrir í málinu eru túlkanir blaðamanna á orðum lögreglu og dýralækna. - Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:30

3 identicon

Ég tilkynnti einu sinni unglingshvarf. Miðað við viðbrögðin sem ég fékk hjá lögreglunni þá finnst mér afar ólíklegt að ég eigi nokkurntíma eftir að tilkynna hvarf gæludýrs.

Ég vona að dómstóll götunnar haldi aftur af refsgleði sinni gagnvart þessum manni á meðan ekkert sérstakt bendir til þess að hann hafi gert þetta. 

Eva (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Ekki einn eitt Lúkasaræðið!

Það er möguleiki að eigandinn hafi ekki tilkynnt strax um hvarfið, vegna þess að hann ætlaði að reyna að spara sér -eða draga að greiða- eitt eða fleira af eftirfarandi:

Fyrsta leyfisveiting: 15.400,- kr.
Leyfisveiting eftir útrunnin frest: 23.600,- kr.
Afhendingargjald handsamaðs hunds: 21.500,-
  -auk geymslugjalds o.fl.
Örmerking ca. 5. - 8.000,- kr.

Þannig að hér er komin sanngjarn efi, sem ég held að verði að telja manngarminum til tekna. Ég hef ekki hugmynd um, frekar en þú, hvort hann er valdur að þessu eður ei, en tími galdrabrenna á Íslandi  er liðinn. Hræðileg meðferð á aumingja hundinum, en við verðum að taka tillit til þess að allir teljast saklausir þar til sekt er sönnuð, ekki satt?

Gunnar Kr., 24.6.2008 kl. 18:41

5 identicon

tjaa, þú neyðir mig til að tjá mig hér. Ég var við vinnu og hlustaði á x-ið 977 og þar var verið að fjalla um málið á faglegu-nótunum og viti menn, þar hringir inn vinur eigandans. Sá skýrir frá hvarfi hundsins, en þetta átti sér stað á Olís stöð í Keflavík og stökk hundspottið út um rifu á glugga á bílnum. Eigandinn hóf samstundis leit að greyinu, og tilkynnti lögreglu hvarfið samdægurs ( að mér skildist). Það verða að teljast rétt vinnubrögð þegar um svona hvarf er að ræða, eigandinn var miður sín og leitaði eins sem óður væri en án árangurs. Svo er það bara spurning hvort þessi svokallaði vinur eigandans sé það í raun og þekki til ( og segi satt og rétt frá auðvitað ) eða hann sé einungis að vinna sér inn athygli. Yndælt væri ef þú uppljóstraðir þínum heimildauppsprettum, ef einhverjar eru ;)

Með von um hlutlausa og yfirvegaða umræðu
Emil k.

Emil (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:11

6 identicon

Ef ég ætti þessa rottu og myndi tína henni myndi ég ekki tilkynna það, ég myndi bara halda áfram með lífið mitt.

Skil ekki afhverju fólk er að missa sig yfir þessu, þetta er bara hundur.

Siggi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:33

7 identicon

Fyrst þá vil ég segja Siggi, mikið vorkenni ég þér.

Og gunnar Kr þá á ég hund og ég myndi svo sannarlega ekki hugsa um kostnaðinn til að fá hundinn minn tilbaka. Ég held að allir sem elski dýrin sín hugsi eins.

Silja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:48

8 identicon

siggi..þekkirðu ekki mun á rottu og hundi..og vissirðu ekki að dýr hafa tilfinningar og sársaukaskyn..ætti eiginlega að urða þig svo þú fyndir hvernig það er..ertu ekki alveg í lagi?

stella (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 02:39

9 Smámynd: Gunnar Kr.

Silja, ég efast ekki um að þú myndir gera allt sem þú gætir til að fá gæludýrið þitt til baka. Var einhver að efast um það eða halda öðru fram? Ekki ég a.m.k.

Ég var bara að benda á að ýmsar ástæður gætu hugsanlega legið að baki því að fólk dregur aðeins að tilkynna ef hundur hleypur út óséður. Ég veit um fólk sem missti hundinn sinn út í fyrra. Þau hringdu ekki samstundis á lögguna. Þau fóru út og leituðu sjálf í meira en tvo tíma, áður en þau fundu hundinn sinn aftur.

Nafni minn, Ásgeir, virtist í bloggfærslu sinni ekki sjá neina hugsanlega ástæðu fyrir öðru en að hundseigandinn væri einhver óþokki og glæpamaður og ætti að "hafa stöðu grunaðs manns" og jafnvel vera dæmdur fyrir "vítavert gáleysi og ábyrgðarleysi" án þess að hafa hundsvit á málavöxtum. Ég velti þessu með kostnaðinn bara upp sem einni af mörgum hugsanlegum ástæðum fyrir tilkynningardrættinum.

Hvað segir bloggeigandinn um málið í ljósi stöðunnar nú? Á kannski bara að "Haarda" og vona að allir gleymi þessu hið fyrsta?

Gunnar Kr., 25.6.2008 kl. 09:44

10 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Nei nei hér er ég, ég er búin að blogga aðra færlu um þetta hér ofar...

Ég var bara að segja mína skoðun, um að það gæti hugsast að eigandinn hafi bara sagt að hundurinn hafi týnst..

Man ekki eftir þvi að ég hafi nokkurntiman sagt að hann væri sekur í málinu en ég minntist á að það mætti skoða eigandann betur...

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 25.6.2008 kl. 10:38

11 identicon

Nú ætla ég að upplýsa þjóðina um smá leyndarmál ... á Íslandi týnist heilan helling af gæludýrum ... ÁN ÞESS að löggæsluyfirvöld í landinu fái um það tilkynningu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband