26.8.2008 | 00:22
African Grey á hug minn allan
Núna undanfarna daga er ég búin að vera að suða í mömmu og pabba um að fá að koma með African Grey inná heimilið og ég held að ég sé búin að fá já við því.. Allaveganna er ég á biðlista og bíð eftir einum slíkum.
En biðin er löng því mörgum langar í African Grey og African Grey verksmiðjurnar hér á landi ekki stórar.
En í dag fór ég í dýrabúð sem heitir Furðufuglar og Fylgifiskar oft kölluð (Hjá tjörva)
Ég skráði mig nefninlega í síðustu viku á biðlista eftir svona fugli því mig langar mjög mikið í og ég ætla líka að fá mér.
Spjallaði við Tjörva og fræddist mikið um African Grey og varð vissulega enn ákveðnari í að þetta væri rétta tegundin sem ég ætti að fá mér.
African Grey eru merkilegir gaukar og án efa gáfaðasta páfagaukategundin en venjulegur African Grey hefur gáfur á við 5 ára barn. African Grey er besti talfuglinn í heimi og lang auðveldast að kenna þeim að tala enda tala allir African Grey fuglar sem ég hef hitt. Margar páfagaukategundir tala en tala ekki í neinu samhengi og segja bara það sem þeim dettur í hug þegar þeir vilja. African Grey er afturámóti önnur ella. Þeir tala nefninlega mjög mjög oft í samhengi. Sem dæmi má nefna að ef að African Grey fugl er þyrstur og er ekki í búrinu sínu heldur á öxl eigandanns þá getur fuglinn hæglega beðið um vatn, segist vera þyrstur og spyr hvort hann megi fá vatn. Þetta gerir hann vegna þess að hann er í raun þyrstur.
African Grey finnst flestum ofsalega gaman í sturtu og vilja endilega fá að fara undir bununa og þá veit ég um slíka fugla sem spyrja uppúr þurru "Eigum við að koma í sturtu?" þegar þeim langar til þess sem er nánast alltaf. En varast þarf þó eitt, það má alls ekki leyfa þeim að baða sig uppúr hitaveituvatni þar sem að það inniheldur ýmislegt sem getur skaðað fjaðrir fuglsins. Þannig maður ætti frekar að setja fuglinn á sturtubotninn og vera með vökvunarkönnu og vökva fuglinn með vatni sem maður hefur blandað og hitað bara á hellu (vissulega blandað við kalt vatn) Til þess að hitaveituvatnið skaði ekki fjaðrir fuglsins, en þetta finnst honum gaman.
Að fjárfesta í African Grey er lífstíðareign. Svona fuglar geta lifað í allt að 70 ár þannig maður er vissulega að fjáfesta í ævifélaga sem fylgir manni út lífið, sem er gott því ég hef átt marga páfagauka og verð alltaf jafn sorgmæddur þegar þeir deyja..
En þetta eru mínar pælingar í dag og biðlistinn er langur og ég á að geta fengið fugl í janúar eða febrúar. Vissulega hægt að kaupa þá frá fólki sem vill ekki eiga svona fugl lengur en ég vill fá unga. Vill líka benda fólki á þessa frábæru dýrabúð Furðufuglar og fylgifiskar (Hjá Tjörva) en þar er alls ekki verið að okra á hlutunum og verðin virkilega sanngjörn. Sem dæmi má nefna að innfluttur African Grey í dýraríkinu kostar 300 þúsund krónur á meðan maður getur fengið fugl fæddann hjá tjörva, handmataðann og gæfann fyrir 190 þúsund
Þannig að maður sparar sér heilar 110 þúsund krónur á því að versla við tjörva og það hef ég líka ákveðið að gera því þessi litla og sæta dýrabúð er algjörlega málið og þjónustan frábær.. Þegar minn ungi klekst útúr eggi þá kannski setur maður sig í samband við tjörva og fær að líta reglulega við hjá honum og fylgjast með fuglinum vaxa en hann þarf að vera hjá tjörvar fyrstu 3 mánuðina á meðan hann er að vaxa og dafna.
African Grey er algjörlega málið fyrir alla sem vilja traustan og góðan páfagauk sem kann meira en borða fræ. African Grey er einstaklega hljóðlátur páfagaukur og tautar frekar en að vera að vera með læti.
Pabbi tjáði mér að honum litist alls ekki ílla á þessa hugmynd mína en hann hafði áhyggjur af því að fuglinn væri með allof mikinn háfaða en það er hann ekki. Gárar eru til að mynda flokkaðir sem háværir fuglar á meðan African Grey er skráður Frekar hljóðlátur
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi slær allt út, mig langar í svona fugl. Panta fyrsta ungann frá þér þegar þú verður búinn að fá þér par og farinn að heimarækta!
PS. Þú ert hrekkjusvín
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.8.2008 kl. 00:51
Sælir!
Skemtileg færsla um Afrícana greyið.
Sá einn á netinu, sem kann Biblíu vers.
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.8.2008 kl. 07:00
Hrekkjusvín? ég?
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 08:19
þú átt alldrei í lífinu eftir að hugsa um þennan fugl. Kanski í svona viku eða mánuð en síðan ferðu bara að hanga í tölvunni og síðan eftir svona ár seluru hann. Pældu líka í öðru en að þér langi í fuglinn. Er pláss, hefurðu tíma, nenniru þessu og hefurðu gaman af honum eftir mánuð.
Birkir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 19:26
Klukk....
Markús frá Djúpalæk, 7.9.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.