10.11.2009 | 17:59
Þetta er búið spil...
Það þarf bara að fara að byrja á þessum mótmælum aftur og heimta nýja ríkisstjórn. Alveg ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að standa með almenningi.
HVAR er þessi skjaldborg um heimilin sem Jóhanna Sigurðardóttir lofaði??
Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega búin að skíta uppá bak, það þarf að taka við ný stjórn sem getur tekið rétt á málunum. Og nei það er ekki sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki bjargað okkur, treysti í raun engum sem bauð sig fram síðast.
Samt svakalega fyndið að sjá Bjarna Ben jarmandi í fjölmiðlum um að þetta sé klikkun og eitthvað að hækka sakttinn, það er alveg klárt að sjálfstæðisflokkurinn hefði gert það nákvæmlega sama. Það var jú Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún sem byrjuðu þessar viðræður við alþjóða gjaldeyrirsjóðin og reyndu að ljúa því að almenningi að þetta lán ætti bara að fara til ríkissjóðs til vara.
Til VARA??? Auðvitað var það til þess að borga Ice Save, það er ekki flókið að sjá það.
Verð að viðurkenna að ég varð samt alveg nokkuð ánægður til að byrja með að sjá Samfylkinguna og VG taka við stjórninni því ég hélt að loksins færi eitthvað að gerast þegar sjálfstæðisflokkurinn væri ekki lengur í ríkisstjörn því samfylkingin hefur alla tíð talað um það á meðan hún var í stjórn með sjálfstæðisflokknum að mörg góð mál hafa ekki náð í gegn vegna sjálfstæðisflokksins, taldi að þetta hefði verið það skársta sem gat gerst.
Svo lofar jóhanna því að verði slegin skjaldborg um heimilin og staðreyndin verður svo sú að það flytur að meðaltali ein fjölskylda úr landi á dag og skattar eru hækkaðir uppúr öllu valdi til þess að það sé nú alveg öruglega óbúandi á þessu landi á sama tíma og skuldir útrásarvíkinga eru afskrifaðar í stórum stíl vegna þess að þeir eiga persónulega vini í bönkunum, Ríkisbönkunum.
Hvernig getur það verið að verið sé að afskrifa skuldir útrásarvíkinga í ríkisbönkum, ætti Steingrímur J fjármálaráðherrann sjálfur ekki að standa fyrir því að þessir útrásarvíkingar borgi sínar skuldir? Ónei hann hækkar skatta á almenning.
47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt vonlaus stjórn allt að fara til helvítis útrásarpakkið virðist ætla að sleppa það gengur ekki Steingrímur J er Strengjabrúða samfylkinarinnar því miður.
Sigurður Haraldsson, 11.11.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.