12.11.2007 | 12:30
Jólalögin í útvarpið!
Í morgun í símatíma hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu sá ég um að vera á tækjunum eins og ævinlega. Þá datt Arnþrúði í hug að spyrja hlustendur að því hvort þeir vildu fara að heyra jólalög á sögu. Fólk hringdi inn í stríðum straum og virtist enginn vera til í að heyra jólalög strax nema einhver einn af þeim fjöldamörgu sem hringdu inn.
Ég vill bara segja.. Mikið rosalega er fólk hjartalaust!!! Ég vill fara að heyra jólalögin og helst í gær og mér þykir það miður að fólki skuli ekki vera sama sinnis og ég. Hvað varð um jólaandann. Fínt að komast í jólaskapið snemma og byrja að kaupa jólagjafir og klára það tímanlega.. Fólk fattar ekki að jólin eru bara í næsta mánuði.
Svo ég skjóti hér inn smá viðauka við þetta blog þá byrjaði ég að hlusta í laumi á jólalögin í Júní, á heimleið úr sumarbústaðinum og þá var maður nú líka með skemmtilegan ferðafélaga og var hún alveg á sama máli og ég.. Fínt að hlusta á jólalögin og aldre of snemmt að byrja á þeim.. Ég dýrka fólk sem hægt er að ferðast með í júní í bíl á leið úr sumarbústað sem er samt tíl í jólalögin, og eins og ég er nú mikið jólabarn þá átti ég samt ekki frumkvæðið af jólalögunum þá. En diski var skellt í Avensisinn og allt sett á FULL blast.
Ef að fólk getur ekki farið að hlusta á jólalögin núna án þess að það drepi jólagleðina í því þá er það fólk bara ekkert fyrir jólin. Meira svona jólafól :)
Á föstudaginn síðast var ég með útvarpið stillt á þá góðu stöð sem heitir Bylgjan. Þar heyrði ég jólalag og viti menn, ég hækkaði í útvarpinu. Kom mér í algjört jólastuð og gleðin tók öll völd.
Ef þið farið inná vefinn www.utvarpsaga.is í dag þá er skoðanakönnun þar í gangi sem spyr um það hvenær fólk vill fara að heyra jólalög í útvarpinu. Hvet ég alla til að taka þátt og segja sína skoðun. Ég er sjálfur búinn að taka þátt í könnuninni og valdi auðvitað fyrstu mögulegu dagsetningu.
Jólaskapið í mér er ekki farið að dala á aðfangadag þó að ég hafi byrjað fyrr að hlusta á jólalögin.
Ég er nefninlega litla jólabarnið sem sungið er um í þessu ágæta kvæði :)
Því lísi ég vonbrygðum mínum á því að útvarpstöðvarnar séu ekki bara farnar á fullt að spila jólalögin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2007 | 08:16
Þetta gera kennarar á íslandi
Já þetta er ekkert nýtt. Ég man bara þegar maður var sjálfur í skóla þá tóku kennararnir ævinlega símana af þeim nemendum sem að voru með hringjandi síma í kennslustund. Svo mátti aldrei nota vasareikninn sem er innbyggður.. Þurfti alltaf að vera með venjulegan vasareikni.
En já, ekkert nýtt, þetta eru kennarar á íslandi búnir að gera í mörg ár.
Taka þarf farsíma af nemendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 20:27
Þetta grunaði mig
Portúgalska lögreglan segir DNA-sýni afdráttarlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2007 | 10:20
Mikið sannleikskorn í þessu
Karlar vilja fegurð en konur leita ríkidæmis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 11:38
Telja að Madeleine hafi látist af slysförum
Þetta Madaleine mál er búið að vera afskaplega sorlegt auðvitað að mannræningjar skulu hafa numið á brott 3ja ára stúlku af hótelherberginu í portúgal. En hér rak ég augun í frétt á vísir.is
Samkvæmt heimildarmanni The Mirror telur portúgalska lögreglan að Madaleine hafi óvart verið drepin og um sé að ræða hræðilegt slys.
Jú leitarhundum var hleypt þarna inn og þar fannst blóðdropar og eitthvað fleira sem lögreglan hafði ekki komið auga á fyrr en hundarnir fundu það og á stúlkan að hafa látist af slysförum og hafi óvart verið drepin. Hvað á það að þýða? óvart verið drepin það þykir mér bara ákaflega undarlegt. Hvernig er hægt að myrða stúlkuna óvart eða já með hræðilegu slysi. Af hverju var þá "líkið" fjarlægt? Var einhver þarna á sama hóteli sem ætlaði að drepa einhverja aðra stúlku í öðru hótelherbergi og drap óvart hana Madaleine og ákað bara fyrst hann gerði það óvart að fjarlægja líkið og láta sig hverfa?
Mér finnst þetta mjög skrítið allt saman. Það sem ég er farin að hallast að að foreldrarnir viti nákvæmlega hvað gerðist þarna í þessu herbergi og séu bara að baða sig í fjölmiðlum til þess að þykjast saklausir. Því miður þá er ég farinn að hallast að þessu.
Ef stúlkan finnst ekki núna fljótlega á lífi þá á hún ekkert eftir að finnast fyrr en eftir óramörg ár eða þá bara aldrei. Nema þá bara látin.
Þetta er ákaflega skrítið mál og búið að vera frá upphafi, ég held að það ætti að rannsaka foreldrana betur. Mun betur. Þetta er allt of furðulegt mál til þess að maður geti bara lesið frétt af visir.is og talið allt í stakasta lagi.
Ég er nú engin spámaður en ég held að ef að þetta mál leysist einhverntíman þá mun það hafa mjög óvæntan endi.
http://visir.is/article/20070823/FRETTIR02/70823017
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2007 | 14:05
Chargebox eða þessi svokölluðu hleðslubox
Já þetta er ákaflega undarlegt allt saman. Sjálfsalar á hinum og þessum stöðum þar sem að fólki gefst kostur á því að borga 200 kr til þess að hlaða símann sinn eða margar gerðir af rafmagnstækjum, s.s. mp3 spilara og fl. Mér finnst þetta bara svo ákafleag undarlegt samt. Í boði er að borga 200 kr fyrir hleðslu með sms-i en til þess að hægt sé að borga með sms-i þarf væntanlega að vera straumur á símanum þannig ég býst ekki við því að það séu margir sem að nýta sé sms þjónustuna ef að síminn er dauður og fólk er ekki með klink á sér nú til dags. Ég las á annari bloggsíðu að þar var einhver sem ræddi við starfsmann í Word class og viðkomandi starfsmaður segist aldrei hafa séð nokkurn mann setja eitthvað inní þennan sjálfsala til þess að hlaða. Enda þarf maður að skilja hlutinn eftir. Ef ég væri niður í bæ með rafmagnslausan síma og sæi svona hleðslubox útá götu. Ég efast um að ég myndi nenna að fara að aungla saman klinki til þess að geta borgað fyrir hleðslu og svo líka myndi ég ekki nenna að skilja símann minn eftir þarna þó hann sé læstur og öruggur fyrir því að honum yrði stolið. Ef ég væri út í bæ myndi ég hugsa, æj æj batteríislaus síminn. Ég myndi eflaust frekar bara fara með símann heim og hlaða hann því ekki myndi ég nenna að skilja hann eftir einhverstaðar út í bæ. Í raun skil ég ekki af hverju þetta fyrirtæki gengur. Ekki það að ég sé á móti nýungum þá er þetta bara svo ónauðsinlegt að mínu mati.
Þá var nú frekar sniðugra batteríin sem hægt var að kaupa og stínga í símann og þá fékk síminn hleðslu af þessari rafhlöðu og svo henti maður rafhlöðunni þegar síminn var orðinn fullur.
En já að mínu viti veit ég ekki til þess að nokkur hafi nýtt sér þessa þjónustu og spái ég fyrir um að þessir sjálfsalar hverfi af öllum þessum stöðum áður en árið er úti.
Þetta er ekki tækni sem ísland, þetta tæknivædda land vantaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 02:06
Glitnis maraþonið
Ég get ekki stillt mig um það að blogga hér aðeins meira. Þannig er mál með vexti að í morgun eða nánar tiltekið um 13:50 lagið ég af stað heimanaf frá mér og rúntaði niðureftir og var ætlunin að leggja bílnum niður á hvervisgötu svona c.a. fyrir utan Regnbogann enda lá leið mín þangað. En nei nei, hverfisgatan er svo langt frá því að vera opin og allt lok lok og læs þar svo ég valsa þarna um á bílnum eins og fleirri og enginn vissi hvert hann var að fara.
Mér finnst það nú slappt að það þurfi að vera að loka þessum götum öllum útaf einhverju hlaupi. Bílar eiga að vera á götunum en ekki fólk. Það endaði með því að ég þurfti að leggja lengst niðurfrá hjá kolaportinu og skilja Avensisinn eftir hjá kolaportinu. Ég hafði nú bara áhyggjur af burra því aldrei að vita hverskonar fólk er á sveimi á götum reykjavíkur og vill aðeins brjótast inní bíla.
Mér finnst fólk ekki hafa verið látið nægilega vita að það þyrfti að loka öllum þessum götum. Engin umferðamerki sem segja til um það tímanlega áður en maður kemur að áfangastað að allt sé lokað.
Eins og glitnir er nú góður banki og ég með öll mín viðskipti þar þá fannst mér ekki hafa verið staðið nógu vel af þessu hlaupi. En nei ég er í allt of slöppu formi til þess að ég hafi sjálfur farið að hlaupa.. Ég hefði kannski getað hlupið fyrir Coke eða KFC og styrkt þannig góð málefni.. Fækka biðröðum og fleirra þar.. Neee samt ekki, ætla að sjá til hvort ég veðri ekki bara í betra formi á sama tíma að ári og aldrei að vita nema maður hlaupi þá. En í dag hafði ég öðrum hnöppum að hneppa og gat því ekki skráð mig í hlaupið. Enda er ég nú svo latur yfirleitt þegar það kemur að íþróttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 01:57
Það hlaut að koma að því
Já trúi því hver sem vill, ég er kominn með blog. Eitt af því sem að var svo langt frá því að standa til, hef verið iðinn við það gegnum tíðina að vera að skrá mig fyrir svona blogsvæðum hér og þar um internetið en alltaf hafa þessar blogsíður mínar drappast niður vegna sinnuleysis. En nú er öldin önnur og ég ákvað að prufa þetta aftur. Nú er menningarnótt eins og glöggir gestir þessara blogs taka eflaust eftir. Ég var að koma heim úr reykjavíkinni en þó ekki vegna þess að ég var að taka þátt í gleðskapnum á menningarnótt. Langt því frá heldur var ég að taka þátt í annarskonar gleðskap því það er nefninlega verið að kenna mér þessa dagana á eitt flottasta bíóið í hjarta reykjavíkur (Regnbogann) vegna þess að hugmyndin er að ég fari jafnvel að starfa sem sýningarmaður í því ágæta bíói enda gaman að þessu starfi og sinni ég því af mikilli nautn. En nú er ég kominn heim í heiðardalinn nánar tiltekið í garðarbæinn sem skartar sínu fegursta eins og endra nær.
Þetta ku vera mitt fyrsta blog og ef að þið viljið að ég haldi þessu áfram þá er algört skilirði að commenta bara til þess að láta mig vita að einhver sé að lesa þetta. Því ef ekki þá gæti ég allt eins skrifað dagbók og haft á henni hengilás og geymt ofaní skúffu. En þannig dagbækur eru svo gay þannig ég er nú ekki að fara að halda uppá svoleiðis skjöl og pappíar.
Þannig Gunnar Á. Ásgeirsson er hér með kominn með blog og vona ég nú að ég eigi eftir að nenna að sinna þessu. En það veltur á ykkur kæru gestir þessara blogs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar