20.6.2008 | 12:20
Skildi það vera maríulaxinn?
Ólafur veiddi fyrsta laxinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2008 | 02:00
Sælan, sandurinn og sólin komið á bloggið!
Já Sumarlag 2008 er komið á bloggið hjá mér...
Texti sem ég samdi við lagið Top of the World sem hún Karen Carpenter söng svo eftirminnilega í dúettinum The Carpenters.
Setti það bæði inn með söng og án söngs líka fyrir þá sem vilja taka undir:)
Þetta undirspil er spilað af mér sjálfum á hljómborð enda lærði ég á piano frá blautu barnsbeini og mér er amk sagt að ég sé 300 sinnum betri pianoleikari en Leoncie þannig ég þakka kærlega fyrir öll þau komment og sérstaklega líka vegna þess að maður skuli vera miðaður við annan eins snilling eins og Leoncie, þykir afskaplega gaman að vera miðaður við Leoncie þar sem hún er auðvitað hátt viðmið... Já það eru ekki margir sem eru taldir betri en hún... Enda ef maður er betri en Leoncie þá er maður öfundsjúkur rasisti :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 01:25
Sælan, sandurinn og sólin
Sungið við The Carpenters slagarann Top of the World
Sumarið er komið enn á ný
Já ég hlakka ávalt til að far´ í frí
Fljúga til útlanda
Liggja sólbaði í
Já það verður ekki mikið betra en það
Það sem að ég þarf að hafa með
Það er sundskýlan og vegabréfið mitt
Kannski smá gjaldeyrir
Einnig sólarkremið
Og þá flyt ég eflaust aldrei aftur heim
Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn
Mig langar ekk´að flytja aftur heim
Já í útlandinu finn svo góðan keim
Góði maturinn hér
Sæta stúlkan með mér
Já er lífið ekki yndislegt í dag?
Á íslandi ég seldi húsið mitt
Einnig gæti hjólhýsið nú orðið þitt
Já ég ástfanginn er
Á heitri sólarstönd hér
Það er brúðkaup hér á benídorm í haust
Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn
Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn
Fjórir laxar í Kjósinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 01:20
Hefur einhver séð ísbirnina mína?
Ég týndi þrem ísbjörnum fyrir stuttu.. þeir heita Ísak, jökull og birna..
þeir eru vanir mannfólki og mjög barngóðir... Ef einhver hefur séð þessa þremeninga er þeim bent á að tala við mig...Þeir naga alltaf ólina og hlaupa í burtu skil þetta ekki... Ísak týndist á Þverárfjallsvegi þar sem við vorum tveir að rölta saman og ég með hann í göngutúr. Svo var ég úti að hlaupa með Birnu í skagafjarðarsýslu þar sem hún týndist... Og Jökull ætti að vera einhverstaðar á hveravöllum. Þeir bíta ekki og eru allir mjög stilltir og prúðir...
Látið vita ef þið finnið Ísak, Birnu og Jökul... Allt bestu skinn...
Þriðji björninn á Hveravöllum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2008 | 23:47
Hver er stelpan sem heilsaði mér í Smáralindinni í dag?
Það kemur allt of oft fyrir mig að fólk sem ég á að þekkja heilsi mér á förnum vegi sem ég samt kem því ekki fyrir mér hver er.... Í dag í smáralindinni á ganginum á milli burgerking of pizza hut heilsaði mér myndarlega stúkla sem ég veit ég hef séð áður og á að þekkja. Ég gerði nú ekki annað en að heilsa á móti sæl og blessuð og hélt mína leið uppí Smárabíó þar sem maður starfar sem sýningarstjóri..
En það hefur setið í mér í allan dag hver þetta var. Skil ekki í manni að stoppa ekki fólk og spyrja bara hver viðkomandi sé. Nei nei þykist vera svo mannglöggur og þekkja alla en það er nú bara ekki alveg þannig.
Nú angrar það mig að vita ekki hver þetta var :S
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 13:04
THE ORPHANAGE í Regnboganum
Já um helgina verður Grænaljós myndin THE ORPHANAGE frumsýnd í Regnboganum og ég verð að segja að ég er mjög heitur fyrir þessari mynd og gæti meira en verið að maður kíki á hana í komandi viku. Myndin er framleidd af Guillermo del Toro, höfundi Pan's Labyrinth þannig að ég held að um góða mynd sé þarna að ræða.
Myndin heitir á frummálinu EL ORFANATO er þýdd sem Munaðarleysingjahælið á íslensku.
Þetta er spænsk hryllingsmynd og án efa af bestu gerð. Hún er amk að draga mig til að fara að sjá hana.
Myndin er á snærum Græna ljóssins sem þýðir minna af auglýsingum og ekkert hlé :)
Sýnd í Regnboganum
6.3.2008 | 01:23
Allt gott og blessað
Gott gengi Íslendinga á skákmótinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 01:15
Fermingar og aftur fermingar
Ég er nú bara svona búin að vera að velta fyrir mér öllum þessum fermingarauglýsingum. Mikið verið að auglýsa fermingarrúmin. En ég er bara að spá hvort þetta sé á hálum ís eða ekki.. Þessi rúm sem verið er að mæla með fyrir fermingarbörn eru svo gott sem tvíbreið. Er sniðugt að gefa fermingarbarni í fermingargjöf tvíbreytt rúm.. Maður er amk að senda þau skýru skilaboð um að nú sé sko komin tími til að fara að sofa hjá.
Er ég kannski aðeins að rangtúlka þetta??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 01:09
Undanfarnar vikur...?
Mikið svakalega er fólk rólegt eitthvað yfir þessu finnst mér... Alltaf verið að auglýsa eftir týndum börnum og frétt jafnvel komin inn um slíkt mál 4 klst eftir að barn hverfur. En enginn veit um ferðir þessara manns undanfarnar vikur og nú fyrst verið að auglýsa eftir honum...
Hanns nánustu amk frekar rólegir á því bara og hinkra með það að auglýsa eftir honum þetta lengi..
Lýst eftir Sigurbirni Marinóssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2007 | 03:08
Væl í íslenskum netnotendum
Ef þú myndir framleiða bíómynd.. Eyða miklum peningi í það? Væri þér sama að myndin þín væri komin á netið daginn eftir frumsýninguna í bíói? Nei ég hélt ekki..
Smáís heitir Samtök myndréttar á íslandi og eru að gæta hagsmuna þessara einstaklinga..
Tónlistarfólks og kvikmyndagerðafólks vegna finnst mér bara gott að þessu var lokað. Ef ég væri að gefa út mína tónlist á geisladisk t.d þá væri mér ekkert sama um að fólk væri bara að downloada plötunni minni á netinu í þúsundatali á meðan hún selst ekkert í verslunum.
Auðvitað var torrent.is ólögleg starfsemi. Það er ekki flókið að sjá það. Ég er ekkert að segja að hann Svavar þarna hjá torrent hafi endilega verið aðal krimminn. Enda segja skilmálarnir til um að fólk verið að hafa leyfi frá höfundi til þess að deila einhverju þarna inni. Svavar gat að sjálsögðu ekki verið að fyglast með því hvort slík leyfi hafi verið fengið eða ekki og enginn hefði sjálfsagt getað fylgst með því. En 95% af öllu efni þarna inná var sett inn án samþykkis útgefanda og það gerir þetta að ólöglegri starfsemi þar sem að skilmálarnir séu löngu rofnir.
Torrent er samt sem áður sniðug tækni. Þannig ég tel að það ætti bara að hafa svona torrent síðu opna þar sem að hver notandi þarf bara að greiða mánaðargjald, t.d. eins og 4990 krónur eða svo. Og sá peningur renni til tónlistar fólks og kvikmyndagerðarfólks eða hvernig sem því yrði nú deilt. Eins og ég segi, torrent er mjög sniðug "tækni" en auðvitað er fólk að sækja ýmislegt þarna inná sem það kaupir svo ekki út úr búð. Sem gerir þetta auðvitað ólöglegt. Þetta er ekki flókið.
En tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og Pálmi Gunnars söng svo eftirminnilega og því tel ég að það væri sjálfsagt sniðug leið ef að öll þessi samtök myndu frekar reyna að laða sig að tækniþróun sem þessari þar sem fólk kaupir sér aðgang. Tónlist.is er t.d. gott dæmi um tæknniþróun. Ef það er eitthvað eitt gott lag sem ég fíla með ákveðinni hljómsveit fer ég oft á Tónlist.is og kaupi viðkomandi lag fyrir ýmist 99kr eða 149kr sem mér finnst bara mjög sanngjarnt. Og svo getur maður niðurhalað viðkomandi lagi í mp3 192kbps sem er bara flott. Ég kaupi oft stök lög þar en fer svo ekki út í búð og kaupi allan diskinn ef mér líka ekki við nema bara eitt lag af viðkomandi plötu.
Mér finnst þessir bolir sem ég var að rekast á einhverstaðar á netinu að væru til sölu mjög slappir ef ég á að segja eins og er. Það var ekkert bara smáís sem stóð að þessari lokun heldur líka stef og félag hljómplötuútgefanda og eitthvað eitt í viðbót. Á þeim stendur "Smáís - Samtök málhaltra álfa í stuttbuxum" Mjög heimskulega orðað og ef ætlunin var að vera fyndinn með því að gefa þessa boli út þá mistókst það hrapalega.
Mér finnst barnalegt að fólk sé að væla yfir því að geta ekki fengið hlutina ókeypis lengur. Ég t.d. skundaði útí búð í dag og keypti mér safnpakka með nýdönsk sem heitir "Allt" og inniheldur öll þeirra bestu lög. Keypti líka nýja diskinn með sprengjuhöllinni. Mér finnst það bara svo sjálfsagt að fólk fái greitt fyrir vinnuna sína alveg eins og mér finnst sjálfsagt að ég fái greitt fyrir mína vinnu. Og bara allt fólk, er viss um að það er enginn hérna sem segist vinna frítt því það sé svo sjálfsagt. Allir þurfa að fá launin sín. Og starfsfólkið hjá Smáís er engin undantekning. Það er þeirra vinna að gæta hagsmuna þessa fólks.
Og það að hann Snæbjörn hjá smáís skuli hafa þurft að búa við að fá hundruðir hringinga og sms skilaboða um að vonast sé eftir því að hann detti niður dauður úr sjúkdómum eða að fólk að óska honum því að hann verði barinn finnst mér bara alveg hryllilegt mál. Að fólk skuli vera að ráðast á hann persónulega er óviðunand og það þarf að rannsaka slíkar hótanir því hótanir eru alltaf alvarlegar.
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar