28.9.2008 | 21:49
Þvílíkt átak í gangi hjá mér
Hef komist að því að eina leiðin til að halda heilsunni er að borða það sem mig langar ekki í drekka það sem mér finnst vont og gera það sem mig langar ekki til
Já sorglegt en satt.. sæludagarnir eru búnir...
Síðustu 10 virka daga hef ég farið í ræktina á hverjum einasta degi.. hjólað alveg á fullu spani á þrekhjóli...
Ef þið eruð þegar kominn með hlaupasting bara á því að lesa þetta skal ég segja ykkur líka að ekki nóg með að ég sé komin í ærlegt þrekhjólsátak á hverjum virkum degi (haldið ykkur nú) heldur fer ég í sund líka í svona 45 mín eftir ræktina..
Hef skipt úr því að fá mér skyndibita í hádeginu yfir í það að fá mér skál af cherios með fjörmjólk útá...
Borða oftar en ekki heimilismat á kvöldin þannig að sæludagarnir eru taldir í bili...
Er farin að taka inn Hydroxycut fæðubótarefnið á hverjum degi og tek inn alveg 4 hylki á dag... og svei mér þá hvort sem það er ræktin, mataræðið eða hydroxycut þá er ég búin að sjá mun á mér eftir 14 daga kvalir...
En maður verður vonandi enn kynþokkafyllri eftir svona sprikl áður en langt um líður...
Mér langar í:
En fæ bara:
Vill einhver hugulsöm gefa mér knús??
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
*RISAKNÚS!*
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.9.2008 kl. 08:32
Sælir!
Knús?
Bara velkomið
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.