Reykingar

ReykingamaðurNúna í síðustu viku var ég staddur í mjóddinni um kvöldmatKrakki að reykjaarleitið og var að labba í bílinn minn útá plani. Kemur þá ekki 12 ára strákur c.a. og spyr hvort ég reykti og hvort ég gæti gefið honum eina rettu.

Vissulega átti ég ekkert slíkt til en þetta vakti mig mjög svo til umhugsunar að sjá þarna 12 ára krakka bettla sígarettu. Datt það ekki til hugar að börn væru farin að reykja þetta ung.

Ég hef hugsað svolítið um málið öðruvísi undanfarið. Hvað ef sígarettur hefðu aldrei verið til, engar pípur og í raun ekkert sem hægt væri að reykja og engum hefði dottið það til hugar.

Hvað ef sígarettur væru fyrst núna að verða til, þetEiturlyfta fengi ALDREI að fara í sölu hvergi í heiminum.
Ef einhver væri að finna upp sígaretturnar fyrst í dag. Yrði honum ekki bara stungið í fangelsi fyrir að framleiða fíkniefni.
Færu sígarettur undir einhvern annan hatt en e-töflu, amfetamín og hvað þessi fíkniefni öll heita.

Kostnaðurinn við það að reykja er gífulegur.
Einstaklingur sem reykir einn pakka á dag er að eyða 22.500 krónum í sígarettur á mánuði eða 270 þúsund kalli á ári. Þannig að reykingarmaður sem er með 270 þúsund kall á mánuði stritar og púlar í vinnuni í heilan mánuð á hverju ári bara til þess að geta keypt sér sígarettur allt út árið.

Er ekki svolítð ósanngjarnt að þurfa að strita í vinnunni heilan mánuð til þess að geta keypt sér eitthvað sem drepur þig?

Út í heimi sitja ríkir kallar hjá tóbaksfyrirtækjunum og hagnast á því að fólk stitti sér aldur með reykingum.

SígarettaEn reykingarnar eru ávanabindandi og fyrir stuttu hitti ég mann sem árið 2001 minnir mig hætti alveg reykingum. Þegar hann reykti þá reykti hann þrjá pakka á dag. Sem segir okkur það að hann hefur reykt fyrir 2.550 króSeðlarnur á dag.
Eða 810 þúsund kall á ári.

Ef ísland myndi verða fyrsta landið í heiminum til þess að hætta alfarið sölu á tóbaki myndi ég halda að fyrrum reykingamenn myndu nú hafa meiri pening milli handanna. Fólk talar stöðugt um að sígaretturpakkinn sé of dýr en á samt allta efni á því að kaupa hann.

Mér finnst samt ekki nema sanngjarnt að ríkið taki þá þátt í því að hjálpa fólki að hætta að reykja sem er enn að klást við fíknina ef að þessu banni verður. Og held ég að það væri gott fyrir alla ef tóbak yrði tekið úr sölu í áföngum hægt og bítandi.

Reykingar drepa!
Reykingar drepa


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Flott grei hjá þér Gunnar!

En pæld í því ef hjón reykja tvo pakka á dag

Veit um mann sem hætti að reykja og lagði peninginn fyrir  í eitt ár

og keypti stofuborð og sex stóla, en það var samt afgangur.

                kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.9.2009 kl. 21:28

2 identicon


ég fékk mér blogg síðu hér til þess að segja þér hversu mikill vanviti þú ert, hvernig geturu líkt sígarettum við hörð eiturlyf sem eyðilegga mannslíf og drepa í kringum sig, ef ég vil reykja þá geri ég það, afhverju ætti ég ekki að hafa þau réttindi að velja hvernig ég lifi lífi mínu ef þú lítur á reykingar sem lífskost og val en ekki fíkn þá er ekkert verra að reykja en að borða of mikið eða drekka of mikið það er val og ef þú vilt lifa í fasista landi sem neitar þér um sjálfstætt val heldur neyðir þig til að fara eftir einhverskonar uppskrift af mannslífi, skemmtu þér á íslandi á meðan menning og list er skitin niður af reglum um hvað má og hvað má ekki

fhjfj vchfhd cfghdsg (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Ég var nú bara að velta þessu upp sem spurningu. Ég sjálfur var aldrei að fullirða að þetta færi í sama flokkinn. Tók dæmi um hvað myndi ske ef sígarettur væru að koma á markaðinn fyrst núna og í hvað flokk þetta færi þá.

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

 

Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessi færsla er í besta falli hjákátleg og kjánaleg.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.9.2009 kl. 13:46

7 identicon

Mig langar til þess að leggja nokkur orð í belg.  Ég var stórreykingamanneskja en hætti fyrir 5 árum með hjálp nikotínlyfja. Mér finnst þetta stórgóð hugmynd að takmarka sölu og notkun á tóbaki, ég sé þetta fyrir mér sem t.d. afgreitt út apóteki, eða öðrum sölustað þar sem tóbaksráðgjafar starfa, gegn lyfseðli, eða einhverju sambærilegu. Þetta er jú eitur og það virðist þurfa að hafa vitið fyrir sumu fólki.

Margrét Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband