12.9.2009 | 21:18
Að vinna í lottóinu!
Ég er einn af þeim sem tek aldrei þátt í lottó af því ég hef ekki trú á því að ég muni vinna. En hef oft pælt í þessu, ef maður fengi nú fyrsta vinninginn. Tala nú ekki um svona í miðri kreppu. Myndi maður ekki bara sleppa því að segja fólki frá þessu og drífa sig bara úr landi á meðan enginn sér til.
Ég kaupi nú aldrei lottó miða nema þegar mér finnst fyrsti vinningurinn freistandi. Ef ég myndi vinna í lottói þá myndi ég ekki segja nokkrum einasta manni, hvað þá konu frá því.
Stofna mitt eigið fyrirtæki ef ég væri viss um að það myndi vera markaður fyrir það, eða ég myndi flytja út og koma aftur þegar betur stendur á hér á landi.
Sennilega myndi ég samt bara borga upp lánin mín og búa áfram á íslandi, held að skuldlaust fólk hér á landi hafi það ekki sem verst á þessum tímum, þó allt sé dýrara þá er amk betra að búa á íslandi í kreppu skuldlaus heldur en skuldugur, það er alveg á tæru.
Lottóvinningur gekk ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mundi gefa haug til góðgerðamála.
félag krabbameinsjúkra barna. fjölskylduhjálp, kattholt ;)
síðan veit maður ekki hvort maður mundi treysta bönkunum fyrir restinni.
fá þetta í peningum og setja í peningaskáp.
ThoR-E, 12.9.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.