Færsluflokkur: Bloggar

Sælan, sandurinn og sólin

Sungið við The Carpenters slagarann Top of the World

Sumarið er komið enn á ný
Já ég hlakka ávalt til að far´ í frí
Fljúga til útlanda
Liggja sólbaði í
Já það verður ekki mikið betra en það

Það sem að ég þarf að hafa með
Það er sundskýlan og vegabréfið mitt
Kannski smá gjaldeyrir
Einnig sólarkremið
Og þá flyt ég eflaust aldrei aftur heim

Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn

Mig langar ekk´að flytja aftur heim
Já í útlandinu finn svo góðan keim
Góði maturinn hér
Sæta stúlkan með mér
Já er lífið ekki yndislegt í dag?

Á íslandi ég seldi húsið mitt
Einnig gæti hjólhýsið nú orðið þitt
Já ég ástfanginn er
Á heitri sólarstönd hér
Það er brúðkaup hér á benídorm í haust

Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn

Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn


mbl.is Fjórir laxar í Kjósinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur einhver séð ísbirnina mína?

Ég týndi þrem ísbjörnum fyrir stuttu.. þeir heita Ísak, jökull og birna..
þeir eru vanir mannfólki og mjög barngóðir... Ef einhver hefur séð þessa þremeninga er þeim bent á að tala við mig...Þeir naga alltaf ólina og hlaupa í burtu skil þetta ekki... Ísak týndist á Þverárfjallsvegi þar sem við vorum tveir að rölta saman og ég með hann í göngutúr.  Svo var ég úti að hlaupa með Birnu í skagafjarðarsýslu þar sem hún týndist... Og Jökull ætti að vera einhverstaðar á hveravöllum. Þeir bíta ekki og eru allir mjög stilltir og prúðir...

 Látið vita ef þið finnið Ísak, Birnu og Jökul... Allt bestu skinn...


mbl.is Þriðji björninn á Hveravöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er stelpan sem heilsaði mér í Smáralindinni í dag?

Það kemur allt of oft fyrir mig að fólk sem ég á að þekkja heilsi mér á förnum vegi sem ég samt kem því ekki fyrir mér hver er.... Í dag í smáralindinni á ganginum á milli burgerking of pizza hut heilsaði mér myndarlega stúkla sem ég veit ég hef séð áður og á að þekkja. Ég gerði nú ekki annað en að heilsa á móti sæl og blessuð og hélt mína leið uppí Smárabíó þar sem maður starfar sem sýningarstjóri..

 En það hefur setið í mér í allan dag hver þetta var. Skil ekki í manni að stoppa ekki fólk og spyrja bara hver viðkomandi sé. Nei nei þykist vera svo mannglöggur og þekkja alla en það er nú bara ekki alveg þannig.

Nú angrar það mig að vita ekki hver þetta var :S


Allt gott og blessað

Gott að okkur íslendingum gangi vel í einhverju, en ég hef aðeins eitt um þetta að segja.. Skák er borðspil.. skák er ekki íþrótt.. Liggur í augum uppi.
mbl.is Gott gengi Íslendinga á skákmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fermingar og aftur fermingar

Ég er nú bara svona búin að vera að velta fyrir mér öllum þessum fermingarauglýsingum. Mikið verið að auglýsa fermingarrúmin. En ég er bara að spá hvort þetta sé á hálum ís eða ekki.. Þessi rúm sem verið er að mæla með fyrir fermingarbörn eru svo gott sem tvíbreið. Er sniðugt að gefa fermingarbarni í fermingargjöf tvíbreytt rúm.. Maður er amk að senda þau skýru skilaboð um að nú sé sko komin tími til að fara að sofa hjá.

 Er ég kannski aðeins að rangtúlka þetta??


Undanfarnar vikur...?

Mikið svakalega er fólk rólegt eitthvað yfir þessu finnst mér... Alltaf verið að auglýsa eftir týndum börnum og frétt jafnvel komin inn um slíkt mál 4 klst eftir að barn hverfur. En enginn veit um ferðir þessara manns undanfarnar vikur og nú fyrst verið að auglýsa eftir honum...

 

Hanns nánustu amk frekar rólegir á því bara og hinkra með það að auglýsa eftir honum þetta lengi.. 


mbl.is Lýst eftir Sigurbirni Marinóssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólalögin í útvarpið!

Í morgun í símatíma hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu sá ég um að vera á tækjunum eins og ævinlega. Þá datt Arnþrúði í hug að spyrja hlustendur að því hvort þeir vildu fara að heyra jólalög á sögu. Fólk hringdi inn í stríðum straum og virtist enginn vera til í að heyra jólalög strax nema einhver einn af þeim fjöldamörgu sem hringdu inn.

Ég vill bara segja.. Mikið rosalega er fólk hjartalaust!!! Ég vill fara að heyra jólalögin og helst í gær og mér þykir það miður að fólki skuli ekki vera sama sinnis og ég. Hvað varð um jólaandann. Fínt að komast í jólaskapið snemma og byrja að kaupa jólagjafir og klára það tímanlega.. Fólk fattar ekki að jólin eru bara í næsta mánuði.

 Svo ég skjóti hér inn smá viðauka við þetta blog þá byrjaði ég að hlusta í laumi á jólalögin í Júní, á heimleið úr sumarbústaðinum og þá var maður nú líka með skemmtilegan ferðafélaga og var hún alveg á sama máli og ég.. Fínt að hlusta á jólalögin og aldre of snemmt að byrja á þeim.. Ég dýrka fólk sem hægt er að ferðast með í júní í bíl á leið úr sumarbústað sem er samt tíl í jólalögin, og eins og ég er nú mikið jólabarn þá átti ég samt ekki frumkvæðið af jólalögunum þá. En diski var skellt í Avensisinn og allt sett á FULL blast.

Ef að fólk getur ekki farið að hlusta á jólalögin núna án þess að það drepi jólagleðina í því þá er það fólk bara ekkert fyrir jólin. Meira svona jólafól :)

Á föstudaginn síðast var ég með útvarpið stillt á þá góðu stöð sem heitir Bylgjan. Þar heyrði ég jólalag og viti menn, ég hækkaði í útvarpinu. Kom mér í algjört jólastuð og gleðin tók öll völd.

Ef þið farið inná vefinn www.utvarpsaga.is í dag þá er skoðanakönnun þar í gangi sem spyr um það hvenær fólk vill fara að heyra jólalög í útvarpinu.  Hvet ég alla til að taka þátt og segja sína skoðun. Ég er sjálfur búinn að taka þátt í könnuninni og valdi auðvitað fyrstu mögulegu dagsetningu.

Jólaskapið í mér er ekki farið að dala á aðfangadag þó að ég hafi byrjað fyrr að hlusta á jólalögin.

Ég er nefninlega litla jólabarnið sem sungið er um í þessu ágæta kvæði :)

Því lísi ég vonbrygðum mínum á því að útvarpstöðvarnar séu ekki bara farnar á fullt að spila jólalögin.


Þetta gera kennarar á íslandi

Já þetta er ekkert nýtt. Ég man bara þegar maður var sjálfur í skóla þá tóku kennararnir ævinlega símana af þeim nemendum sem að voru með hringjandi síma í kennslustund. Svo mátti aldrei nota vasareikninn sem er innbyggður.. Þurfti alltaf að vera með venjulegan vasareikni.

En já, ekkert nýtt, þetta eru kennarar á íslandi búnir að gera í mörg ár.


mbl.is Taka þarf farsíma af nemendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta grunaði mig

Mér var farið að detta þetta í hug fyrir mánuði síðan að þetta foreldrarnir tengdust þessu. Ég meina það eru 99% líkur á því að þetta er blóð úr magdalene og það er að finnsta í bíl sem foreldrarnir leigja á bílaleigu 5 vikum eftir hvarf stelpunnar. Eitt er víst, þarna er blóð, sama hvaðan það kemur og ef ekki úr magdalene þá hverjum?
mbl.is Portúgalska lögreglan segir DNA-sýni afdráttarlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið sannleikskorn í þessu

Þetta gæti nú bara vel passað að hluta til já. Auðvitað er þetta ekki alæfing en sjáum t.d. allar konur sem flytja hingað frá þróunarlöndunum. Finna sér strax kall bara til þess að þurfa síður að vinna og helst að hann sé 30 árum eldri svo þetta sé nú nógu sick allt saman. Já sumar konur eru sérþjálfaðar í því að geta verið með hverjum sem er ef að viðkomandi á pening og giftast útaf peningunum einum saman. Varðandi karlmenn þá eru þeir síður að spá í því hvort að konan eigi pening eða ekki. Eru ekki karlmennirnir hvort sem er nánast undantekningarlaust með hærri laun en konur? Nei má ekki segja svona. En já ég tek mark á þessari frétt og held að það sé nokkuð mikið sannleikskorn í þessu. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og þetta er ekki alhæfing en það má taka mark á þessu að mörgu leiti.
mbl.is Karlar vilja fegurð en konur leita ríkidæmis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Höfundur

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldur! Eldur!
  • 43
  • american-style-3 745921143
  • 50px-Libra_svg
  • African Grey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband