Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2008 | 15:54
Ég er algjör dugnaðarforkur
Já nú get ég ekki annað en verið dulítið hreikinn af sjálfum mér. Jú því letihaugurinn ég er búin að hjóla frá garðatorginu í garðabæ og í smáralindina tvo daga í röð, vitaskuld aftur til baka líka. Þannig ég er bara ótrúlega duglegur..
Kveðja
Íþróttaálfurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 08:41
Ísbjörn í hverju horni
Rosalega er fólk eitthvað orðið desperate.
Tveir ísbirnir hafa nýlega stígið á land og þá sér fólk ísbirni hvar sem er. Ég er búin að hringja og láta vita að ég sá ísbjarnahjörð útum alla esju. Þeir eru farnir af stað að leita.
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 08:37
Staðreynd
Lestrarhestakjöt er ekkert eins og alvöru hrossakjöt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 08:26
Mannanafnanefnd
Mér barst áhugaverður tölvupóstur
Þetta eru nýjust nöfnin sem leyfð eru hjá mannanafnanefnd.
STÚLKNANÖFN
Eggrún Bogey
Oddfreyja Örbrún
Dúfa Snót
Ljótunn Hlökk
Himinbjörg Hind
Randalín Þrá
Baldey Blíða
Bóthildur Brák
Loftveig Vísa
Þúfa Þöll
Þjóðbjörg Þula
Stígheiður Stjarna
Skarpheiður Skuld
Kormlöð Þrá
Ægileif Hlökk
Venus Vígdögg
Hugljúf Ísmey
Ormheiður Pollý
Geirlöð Gytta
Niðbjörg Njóla
DRENGJANÖFN
Beinteinn Búri
Dufþakur Dreki
Hildiglúmur Bambi
Fengur Fífill
Gottsveinn Galdur
Grankell Safír
Kaktus Ylur
Þorgautur Þyrnir
Melkólmur Grani
Ljótur Ljósálfur
Náttmörður Neisti
Hlöðmundur Hrappur
Hraunar Grani
Ráðvarður Otur
Reginbaldur Rómeó
Kópur Kristall
Þangbrandur Þjálfi
Sigurlás Skefill
Þjóðbjörn Skuggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 08:33
Gott að greyið er að ná sér
En samt....
Ég tek þessu með smá fyrirvara.... Hvenær er mest um það að eigendurnir reyna að losa sig við dýrin sín? Jújú mikið rétt, á sumrin vegna utanlandsferða og svoleiðis.
Auðvitað vonar maður að eigandinn hafi ekki átt þátt í þessu en samt það er náttúrlega mjög auðvelt að segja að hundurinn hafi týnst og einhver annar gert þetta.
Ég treysti þessu ekki alveg í fyrstu, þetta gæti verið eigandinn en vonandi ekki samt. Best að kíkja á feril eigandans og sjá hvernig manneskja þetta er.
Rannsaka allar hliðar á málinu :)
„Allur að koma til“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 08:16
Aðlögunarhæfni kvenna er aðdáunarverð.....!
birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum
svakalegan koss, beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur jafn skyndilega og hún birtist. Konan hans starir á hann og segir: "Hver í veröldinni var þetta??"
"Ó, þessi ? Þetta var viðhaldið mitt, " segir hann rólegur.
"Jæja já !! Þetta fyllir mælinn. Ég heimta skilnað."
"Ég get skilið það," svara eiginmaðurinn, "en mundu eitt, ef við
skiljum þá þýðir það að þú ferð ekki fleiri verslunarferðir til Parísar, ekki
fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana
og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum þínum.
Þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki mæta meira í
golf, en ákvörðunin er þín." Einmitt þá kemur inn sameiginlegur vinur þeirra inn á veitinghúsið með rosa gellu uppá arminn. "Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan.
"Þetta er viðhaldið hans, " svarar eiginmaðurinn. Þá segir konan: "Okkar er sætari!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 18:26
Algjörlega með á nótunum!
Já ég er með opinbera tilkynningu...
Ég skráði mig aftur í pianónámið og næsta vetur ætla ég að leggja hart að mér til þess að verða eins góður pianoleikari og Jón Ólafson hinn góði og nýdanski.. Sá maður er náttúrlega rakinn snillingur og mikið væri lífið nú gott ef maður væri jafn góður og hann eða jafnvel betri. Það dugar mér ekki að vera betri á piano en leoncie.. Ég vill vera betri en Jón Ólafson líka ;-)
Kveðja frá The Piano Man
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2008 | 13:30
Segið svo að ég hafi ekki næmt auga fyrir smáatriðum
Ég lenti nú í mjög óskemmtilegri lífsreynslu í gærkveldi.
Það er nú bara einusinni þannig að ég nota gleraugu og þess vegna stundum linsur. Í gær var ég með daglinsur í augunum því ég ætlaði nú að vera niður í bæ að taka ljósmyndir sem og ég gerði (get ekki tekið myndir með gleraugun á mér). En jæja svo þegar ég var kominn heim og ætlaði nú að fara að taka úr mér þessar linsur þá hafði gróðurofnæmið eitthvað verið að bögga mig þennan dag svo linsan og augað var svo þurrt að ég náði ekki lisunni úr auganu, Hún var að vísu á réttum stað en hún var algjörlega föst við augað.. Mjög óskemmtilegt allt saman. Hringt var uppá slysó og spurt hvað væri til ráða, eftir smá spjall þar var mér bent á læknavaktina og hringt var þangað og þá átti þetta að losna úr ef maður bleytti augað svo ég fór bara í sturtu í annað sinn þennan dag og lét sko aldeilis bununa renna beint í augað. En allt kom fyrir ekki linsan sat föst. Náði alltaf smá taki á miðri linsunni en fann hvernig hún slóst til baka á augað þegar ég sleppti enda pikkföst. Jæja eftir mikið augnafikt sá ég fram á það að þetta myndi ekki takast. Þannig ég bruna niður á læknavakt með linsu í öðru auganu en ekkert í hinu auganu þannig það var náttúrlega mjög áhugavert að keyra með góða sjón á öðru auganu en sjá ekki neitt með hinu. Þegar fyrir utan læknavaktina var komið ákvað ég að reyna einusinni enn að ná þessu drasli úr og þá kristi ég meira segja augað sjálft og við það náði ég með erfiðleikum að ná linsunni úr.
Þetta föstudagskvöld var nú planað allt öðruvísi heldur en að vesenast við að fikta í auganu. Ætlaði að kíkja í bíó og svoleiðis en ekkert varð úr þeirri skemmtun þar sem ég þurfti nú að taka linsu úr auganu sem var nánast búin að gróa við augað bara á nokkrum klst vegna ofnæmis..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2008 | 12:20
Skildi það vera maríulaxinn?
Ólafur veiddi fyrsta laxinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2008 | 02:00
Sælan, sandurinn og sólin komið á bloggið!
Já Sumarlag 2008 er komið á bloggið hjá mér...
Texti sem ég samdi við lagið Top of the World sem hún Karen Carpenter söng svo eftirminnilega í dúettinum The Carpenters.
Setti það bæði inn með söng og án söngs líka fyrir þá sem vilja taka undir:)
Þetta undirspil er spilað af mér sjálfum á hljómborð enda lærði ég á piano frá blautu barnsbeini og mér er amk sagt að ég sé 300 sinnum betri pianoleikari en Leoncie þannig ég þakka kærlega fyrir öll þau komment og sérstaklega líka vegna þess að maður skuli vera miðaður við annan eins snilling eins og Leoncie, þykir afskaplega gaman að vera miðaður við Leoncie þar sem hún er auðvitað hátt viðmið... Já það eru ekki margir sem eru taldir betri en hún... Enda ef maður er betri en Leoncie þá er maður öfundsjúkur rasisti :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar